Það voru eskimóar í garðinum mínum þegar ég vaknaði.

Litlu eskimóarnir voru að hnoða saman snjókarl og byggja snjóhús. Einn var búinn að brjóta gat í gegnum íshelluna á gangstéttinni minni og sat við veiðar.
Elsta kona eskimóaættbálkarins sat svo inn í stofu hjá mér og las póstinn minn. Eiginmaður hennar notaði svo skrifborðið mitt til að skrifa jólakort.

Þau heilsuðu mér ekki þegar ég veifaði. Ég fékk mér morgunmat og leit út fyrir gluggan minn yfir á jólaskreytingar nágrannanum. Hjá honum var hópur veiðimanna að draga á eftir sér ísbjörn.

Svona eru jólin skrýtin.