Þetta ljóð er samið undir áhrifum frá hljómsveitinni Tool og lagi þeirra “Ticks and Leeches”. Þetta er ekki bein þýðing en engu að síður var ég undir áhrifum frá þeirri frábæru hljómsveit… Vildi bara taka það fram.

-Blóðsuga-

Sjúgðu
Sjúgðu mig þurran
Taktu allar þessar tilfinningar og drekktu þær úr mér
Því þú átt mig hvort eð er
Þú veist hvaða mann ég geymi
Þú veist hvað mig hrjáir
notfærðu þér það
brjóttu mig í tvennt
og sjúgðu mig
sjúgðu mig þurran.

Ekkert eftir
Ekkert eftir til að fullnægja þér
Engin sál sem þú getur misnotað lengur
Blauður
Marinn
Dauður
Farinn
Soginn
Floginn
burt frá þér.
Ég vona að þú kafnir
Ég vona að þú hafnir í helvíti
fyrir það sem þú gerðir mér
skaðann sem þú gerðir hér
í hjarta mínu
inni í mér
sálu minni
og huga mínum.

Sjúgðu
Sjúgðu allt sem þú getur sogið
Úr öllum þeim er rétta þér rör
Gefa þér tækifæri til að nota það
og skildu eftir þig ör
á fleiri hjörtum.
Lygamörður
Grautarhugur
Lúðanjörður
Enginn dugur
Þú aumi maður
Nauðgari graður
Nauðgaðu mér aftur
og sjúgðu allt sem þú getur drukkið
Áfengið
Dópið
Reykinn
Mig
Ertu HREYKINN??!!
Af sjálfum þér núna??!!
Ertu stoltur núna??!!
Komdu aftur og kláraðu drykkinn
Kláraðu sál mína
Kláraðu mig
Sjúgðu allt úr mér
Berðu mig til bana
Dreptu mig
Sjúgðu mig
og sjúgðu mig núna þurran.
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.