Grjónavísur


Grjóna skal nú getið skýrt
með gömlum fornum hætti
og kvæði kveðið svaka dýrt
til kauða af öllum mætti

grjóni er orðinn alveg ær
ekkert aulinn getur
gat á gerir hendur tvær
getur ekki betur

aulinn smíðar ekki vel
allt í höndum skemmir
aula hann ég ætíð tel
engan sóma hremmir

grjóni fór í gáfnatékk
sem gekk og hægt og illa
landsins einkunn lægstu fékk
“líttu hér er villa”


grjóni mikið menntaveginn
mæta vildi ganga
en fúxinn féll og niðurdreginn
í fælnum vildi hanga

var svo grafinn hundum hjá
og heilinn tekinn á braut
margir hugðu hvernig má
hugsa með svona graut

heilinn hátt til sýnis er
í heimskunnar minjasafni
af öllum aulum grjóni ber
enginn er hans jafni




afmælisgjöf til vinar míns

ort á fyllerí í gær

er að leggja lokahönd á klámvísur

birtast seinna í kvöld