Kvaðratunga
Kvaðratunga
Kvaðning til grafar
Ekki svo mikið sem að kvakka
Þótt hold þitt sé enn kvikt
Þú ert nú einu sinni kvalráður
Þoldir kvalabekkinn
Því ættiru ekki að þola þetta?
Á yfirborðinu heyrirðu sorgina
Í þeim sem elskuðu þig
Kvánin kveinkar
Sama hvað líkamanum líður
Og þinni kvalningu
Er það mesta kvöntin
En þú ákveður að sleppa því öllu
Skilja fólk þitt eftir með kvölina
Og sárt enni
Því þú ert laggstur í helgan stein
Í orðsins fyllstu merkingu.
————–