Lóan mín
Snjóað hefur í sporin
Síðan þú gekkst yfir móan
En ég veit þú kemur á vorin
Eins og lóan.
Ósköp var heimurinn grimmur
Að senda þig héðan frá
Og hvað sá staður er dimmur
Sem þú varst sendur á.
En er vetri frá er vikið
Sestu í gluggann minn
Og ég fanga þér jafn mikið
Í hvert einasta sinn.
Já er líða tekur árið
Kemurðu á minn fund
Og græðir hjarta sárið
En aðeins stutta stund.
Já þegar líður að vori
Og ég heyri fuglatíst
Kemuru að vörmu spori
Það veit ég það fyrir víst.