Lítill dökkur skuggi færist yfir höfuð mitt.
Lítið, hljótt hljóð flýgur framhjá eyrum mínum
og lítil hvít rjúpa lendir fyrir augum mínum.
Ég stari á fegurðina
og stari djúpt á þessa sköpun
litlar fjaðrir
fínir leggir
lítill goggur.
Hún situr og starir á móti
íhugar á móti
hlustar á móti.
Ég hreyfi mig varlega til að styggja hana ekki
segi ekki eitt aukatekið orð til að hræða hana ekki
og leyni tilfinningum mínum til að ná mínu fram.
Varlega
Hljótt
Hægt hreyfi ég mig
og nálgast hana
augun mætast í miðjunni
hún starir enn á móti.
Eitt augnablik er þögn
náttúran þegir
fjallið þegir
vindurinn þegir
og við segjum ekki eitt orð.
Ég rétti fram hendurnar
Hún teygir upp vængina
og vill af stað til himins.

Flug hennar endar skjótt
hún liggur á jörðunni eftir banaskot mitt
liggur sár
látin sál
hreyfingarlaus.

Ég set öryggið aftur á byssuna og geng af stað.
Samband okkar endaði skjótt en ég held enn í þig
sálarlausan líkama þinn
og minninguna um þig.

Sambandið varaði stutt
en ég lærði mitt af því
ég endaði þitt líf
en gleymi þér aldrei.

Bless fuglinn minn.


-Pardus-


Hvað lesið þið út úr þessu ljóði?
Engan perraskap takk, komið nóg af honum… :)
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.