Ein sit ég og læt mig dreyma
um hluti sem hafa gerst,
um það sem framundan er.
Þunglyndi sækir af.
Leiði.
Af hverju…..?
Af hverju er ég eins og ég er,
því er ég ekki einhver önnur, annar……
Baráttan við að halda sig við efnið,
þó ekki nema það að vaka, sofa, borða, lifa.
Klukkan heldur áfram að tifa,
en samt er eins og tíminn standi kyrr.
Hver sekúnda, ekki mínúta, sekúnda
verður að endalausri eilífð
sem aldrei linnir.

Af hverju skilur mann enginn,
þó maður reyni að láta vita að það er ekki allt með felldu.
“Láttu ekki svona!” eru svörin sem maður fær.
Öllum er sama. ÖLLUM.

Bara ef, já bara ef, þá færu þau kannski að hugsa!