einhvers staðar á göngu á týndum vegi
og ég held áfram.
Fjöll, ár, klettar verða á vegi mínum
en ég klöngrast, syndi og klifra…
Af hverju held ég áfram?
Er einhver endir á ferðinni?
Hver er tilgangurinn?
Hvar er ég?
Að lokum kem ég að söndum
ég sé mann standa þar kyrran
leiðan
niðurlútan
hreyfingarlausan
og hann er ég.
Ég geng áfram til að nálgast mig
ég er forvitinn
hvað er hann að gera hér?
hvað er hann að vilja mér?
Ég stoppa fyrir aftan hann og tala.
Ekkert svar.
Engin viðbrögð.
Sólin lækkar á lofti og skugginn af honum þekur mig
Ég færi mig en ég næ aldrei að komast úr skugganum
af honum.
Maðurinn grætur
og ég veit ekki af hverju.
Ég lít framan í hann
þekki mig sjálfan á skegginu
hárinu
andlitinu
leiða svipnum
og sorginni.
Skyndilega finn ég þunga í vasa mínum
ég tek ósjálfrátt upp byssu
og miða á höfuð hans
hleypi af.
Ég fell niður fyrir framan augu mín
Ég skell á jörðina fyrir framan fætur mína
og horfi á mig spurulum augum…
“Hvað ertu að gera?” spyr hann
“Af hverju drapstu mig?” spyr hann
Ég á engin svör, er dofinn sjálfur
veit ekki neitt, horfi stjarfur
á sjálfan mig skjálfa til dauða á sandinum
en ég finn ekki neitt.
Skyndilega hverfur skuggi hans og deyr út.
Skýin hverfa frá sólinni og geislarnir hitta mig
með leiftrandi hita sínum.
Ég átta mig strax
Ég get ekki svarað honum
en ég get svarað sjálfum mér.
Ég drap mig til að öðlast frið
Ég drap mig til að breytast
til að drepa allar gamlar minningar
halda áfram göngunni
halda áfram lífinu
og gleymi því hver ég var orðinn.
Ný byrjun
Nýtt líf
engin sorg
engar minningar
gamla sjálfið horfið
og nýtt komið í staðinn.
Ég held áfram göngunni
skil líkið eftir
og ég er glaður.
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.