Finn hvernig hendur mínar grípa í tómt
og loftið leikur um þær,
reyni að komast að einhverri annarri sál.
Tilraunir mínar til einskis,
ég reyni að gleðja fólk í kringum mig
til að draga einhvern að mér
einhvern sem að dregur mig upp
og hjálpar mér líka.
Reyni að gleðja, reyni að fylla heiminn hamingju
með verkum mínum og orðum mínum
en enginn svarar
engin orð til baka.
Ég gefst upp og flýg brott á rifnum vængjum
vængjum þeim er allir hafa sært
og aldrei bætt
og mér fatast flugið
og fell dýpra niður.
Skrifa orð mín enn í angist
reyni ennþá áfram
örvæntingarfull leit að svari
örvæntingarfull leit að persónu
sem finnur það sama og ég
og vill það sama og ég
að finna hamingjuna sem ég dreifði um heiminn
og flaug í brott frá augum mínum
sálu minni
á stolnum fjöðrum vængja minna.
Í einni svipan kemur svar…
frá öðrum hluta þessa heims.
Ég finn gleðistrauminn flæða um mig
orð mín hafa náð sínum enda
að gleðja einhvern
að ná til einhvers
takmarki mínu lokið
orð mín hafa dugað
þau nærðu sálu þína.
Takk fyrir að hafa hlustað
Takk fyrir að hafa heyrt mig
Takk fyrir að svara til baka
og koma orðunum aftur til mín
þau fylla mig hamingju á ný.
Vængir mínir endurheimtir
orðin hafa flogið heim
hrós þitt fyllir mitt særða hjarta
og bætir upp í djúpu götin
hjarta mitt brosir á ný
brosið sem að áður hvarf
flaug á brott til þín
kom enn betra aftur
hingað heim til mín.
Takk fyrir hrósið kelika
ég vona að þetta ljóð sé í lagi?
Kannski ekki með stuðlum og rími
en meiningin á bakvið ljóðin er það sem gildir :)
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.