-Skuggamyndir-

Hvar er ég?
Ég ligg kyr og opna augun en ég sé ekki út…
Blindur?
Horfinn?
Ég reyni að teygja út hendur mínar en allt er fast
finn skrítna lykt
finn þrýsting á bringu minni
og köfnun lungna minna.
Ég er grafinn lifandi
skilinn eftir djúpt í jörðu niðri
skilinn við sjálfan mig.

Ég finn hvernig myrkrið talar hljótt til mín
Skuggarnir hreyfast yfir augnlok mín sem gráta
Myndir, minningar og lifandi sálir ástvina minna
skríða yfir sjón mína.
Ég loka augunum en þær hverfa ekki
Ég kreisti þau saman en sé þeim mun meira.

Er ég dáinn?
Ligg ég hérna að eilífu?
Myrkrið er þrúgandi, þungt, þegjandi…
Þögnin ríkir en hún öskrar samt á mig
skammar mig
dregur mig lengra niður
lengra niður á stað sem ég veit ei hvar er…

Minningarnar stinga mig
Minningarnar skjóta mig
og myndirnar tæta holdið, sálina, hjartað mitt
þær drepa mig
þær ýta mér
þær draga mig
lengra… lengra… lengra… niður.

Ég sé ljósglætu
Ég er að kafna
Ég teygi út hendurnar
og finn hvar hlýjan snertir fingurgómana
ylurinn streymir líkt og fljót gegnum mig
holdið mitt
hjarta mitt
sálu mína
og ég öðlast von
ég öðlast von í dýpi myrkranna
og það birtir upp
ljósið yfirgnæfir allt og moldin hverfur sem dögg fyrir ljósinu.

Ég vakna upp
og átta mig
mig var ekki að dreyma
ég var staddur þarna
því að engill minn
ljósið úr draumnum sem ekki var
er staddur við hlið mér
þú dróst mig upp
þú liggur hér
og þú bjargaðir lífi mínu


Aldrei aftur niður
Aldrei aftur mun ég falla niður
því þú ert hér
þú heldur mér uppi
þú heldur í hendur mínar
þú heldur mér glöðum
þú heldur mér að eilífu í hlýjum örmum þínum.
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.