Þrumugnýr sker í gegnum þykkan vef
blekkingarinnar,
sálu mannsins, og hjarta veraldar.
Grípur heljartaki um aumt líf
sem á sér engu varnað.
Kreistir,
uns seinasti dropi lífs rennur úr
lífvana höndum,
seinasta slag hjartans bylur.
En allt endar þetta með einu tári,
sem fellur á skugga mannsins.