húmið leggst eins og slikja yfir höfuð okkar
horfin er sólin sem lýsir heimi þessum
döggin lifnar við og lífgar upp á grasið
lífið hverfur bak við dökka sjalið og sefur
ein sú tilfinning sem lifir ei en lífið tendrar
tipplar um og snertir höfuð okkar allra
skilur eftir sig fótspor í hugum manna
syngjandi skríður hún um og heldur áfram
stýrumst við glöð af ástarinnar gjöf
göngum við í sæludal hamingjunnar
upp í hlíðarnar við höldum og hverfum sýnum
horfum við niður á lífið sem við skiljum eftir
hverfum við inn í hvort annað með fótspor á hvirflum
hver maður leitar uns hann unnustu finnur
er sólin er horfin og tunglið er tekið að skína
syngjum við og stígum fótspor ástarinna
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.