-Margdofið-

ljósið dofnar og sólin drífur sig bak við næsta stein
dagar sem þessir líða í hamingjuyl og fjölskyldufaðm
finn ég hvernig myrkrið fellur yfir og umlykur mig
meðan sólin er horfin sígur myrkurhulan lengra niður
syngur lítill fugl í hinsta sinn er hann sér ljósið flýja
horfir hann hugföngnum augum á myrkursins makt
milli mín og hans myndast augnsamband skilnings
í búri fuglinn hvílir og hann kemst aldrei þaðan út
kornin í bakkanum eru hans eina lífsvon og björgun
betra getur líf hans aldrei orðið getur hann aldrei flúið
grindurnar umlykja fuglinn og myrkrið umlykur mig
með tárin í augum beggja segjum við allt sem segja þarf
syngur fuglinn er hann tekur flugið og steypist niður
á stein í botni búrsins hann með sitt mjúka höfuð lendir
og ég horfi hryggur á létt fiðrið lyftast hinsta sinni
lifandi fuglinn tekur síðasta andardráttinn sinn í búri
syng ég með hinn margsungna söng hinn hinsta söng
meðan myrkrið dregst niður fyrir augu mín líkt og hula
mér finnst vistin hér köld og myrkrið hlýjar mér ekki
hulunni ríf ég af mér og tek ég upp nýlátinn fuglinn
úr dimmbláum augunum leka lítil falleg demantstár
dapur ég held inn í myrkrið aftur með minn eina vin
úr augum mínum leka lítil sorgartár úr blóðinu mínu
lífið mitt fjarar út er ég dreg huluna lengra yfir höfuð
horfi ég síðasta sinni á tóma búrið og veit ég er að fara
strýk ég blóðugar fjaðrir sálu minnar og dey ég í kulda
söngurinn dofnar út…..

…..og eftir situr tómt búr og dökk hulan.
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.