Skýið flögrar létt yfir fjalli fögru
flýgur hratt yfir borginni mögru
nú get ég ei fundið gleði hér á ný
niður ég sekk, í þetta botnlausa dý.
Í borginni saklausu, þar sorgirnar búa
saknæmar sálir deyja, og eitrið sjúga
fíkniefnin flæða um en mengun hvergi
ferskt loft og hreint vatn í hverju bergi.
Bak við grímu englanna býr djöfull
brostin persóna hans er hýr og gjöful
gefur hverju barni eitur, dreifir dauða
drottnar yfir mér og hverjum kauða.
En í skúmaskoti ljóssins býr ein góð sál
sefur ei fyrir látum þeirra er kveikja öll bál
hún felur sig og í skjólinu lifir að eilífu hér
felur sig fyrir öllum djöflum, mér og þér.
Í myrkursins blindni gröndum við gleði
gáróttar sálirnar hafa týnt sínu veika geði
gárurnar djúpar, topparnir háir, fíknin góð
gerum við sjálf okkur, villt, trillt og óð.
Í leit að saklausum sálum við hlaupum
sjúgandi eitrið sem við dýrt kaupum
tryllt við stökkvum, tryllt við deyjum
týnandi öllu og nauðgum hreinum meyjum.
Sú borg hin sanna, með dópsalans hreina fés
selur okkur dópið sem vindurinn ferski blés
því aldrei dæma bók eftir fagurri kápu slíkri
á blaðsíðum stendur ókind, engri líkri.
Því skaltu fara varlega vinur minn,
veður ei í borg þessa inn
stattu þarna kyrr, komdu ei hér nær
haltu þínu fagra lífi, og færðu þig fjær.
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.