Hvert sem ég horfi er fólk sem að grætur
hugarkvölin köld eins og stál.
Lifir í löngum skugga um nætur
liggur á götunni, þá slokknar á sál.
Útigangsfólkið sér unir ei betur
en inn undir trjánum um hásumarnótt.
Dagggirnar drjúpa á andlit sem sefur
draumkenndar minningar birtast svo ótt.
Vetrargaddurinn skrifar sitt letur
sársauki andlitsins segir sitt orð.
Aldrei aftur- hann hugsar og getur
ei gleymt þeirri sýn, skömm og morð.
Hundingjar þjóðar sem drekka og slugsa
hann hryllti sig við og bænirnr bað.
Svo skoða þeir líkið með viðbjóði og hugsa
skyldi hún eiga einhverja fjölskyldu að ?
23/11 2005 !