Ég veit ekkert hvort fyrra dæmi flokkist til ljóða. Það ætti samt að vera vottur af ljóðrænu sulli til að fleygja því hingað. Smá andstæðutilraunir í hvoru tveggja. Vonandi einhver kunni að meta þetta, ég hef ekkert lesið eftir þetta eða fínpússað, því ég hata yfirleitt allt “alvarlegt” sem ég skrifa fimm múnútum eftir að ég festi það á blað.

——

Þú, ég, við, hér. Deilum slefi og stunum, delum og pussum. Hjörtunum og hugunum höldum við fyrir okkur sjálf - mér er skítsama um þig. Ég fylli þig af gumsi, hunskastu svo burt, langt burt, út í fjarska, niður til heljar. Sama er mér - mér er skítsama um þig. Þú ert ein af fokkin milljón. Og ég sjálfsagt líka. Við erum ómerkileg núll, horklessur, saurleyfar og rottuhræ. Við bæði, hvorttveggja, og öll tímbabundnu fullnægingaógeðin okkar sem við höfum löngu gleymt. Ég man samt alltaf eftir þessari stöku, þessari feitu, í hvert sinn sem ég lít á úthreyfða tólið mitt, og sé glitta í einhverja vörtuna.

Þú, ég, við, hér. Deilum vörum og orðum, mínu kynfæri og þínu. Hjörtun og hugana höfum við fyrir hvort annað - ég elska þig. Ég fylli þig af ást og lífi, komdu nær mér, enn nær, eins nálægt og þú kemst, inn að hjartanu. Mitt er þitt - ég elska þig. Þú ert sú eina. Og ég þinn eini. Við erum toppur alheimsins, tindir hæstu fjalla, sólsetrið og ástin. Við bæði, hvorttveggja, og allar minningarnar um okkur sem munu endast að eilífu. Ég mun alltaf muna eftir þér, hvað sem gerist, þegar ég loka augunum.


————————–

Uppljómunin, mikilfengleikinn og fegurðin ljómar um allar hliðagötur heilans,
á meðan hraðbrautin sem allir sjá er full af dimmu, niðurlægingu og ógeði,
og út frá henni sjá þau hann og dæma
og vegna hennar verður hann rændur
-öllu