Fólk er að senda inn ljóð hérna til að koma sínum ljóðum á framfæri, en ekki til þess að fá leiðinleg comment frá fólki sem telja sig vita svo mikið.
Markmið þessa áhugamáls er til þess að fá fólk til að koma sínum ljóðum á framfæri, því fleiri því betra. Ef vissir einstaklingar halda sínu áfram þá hættir þessi hópur að senda inn ljóð, ljóðunum fækkar þangað til þetta áhugamál deyr.
Ég mun ekki lýða það að fólk sé að skrifa eitthvað niðrandi um ljóðin hérna. Ef fólki líkar ekki ljóðið þá skal það bara sleppa því að skrifa eitthvað, ef ljóðið er gott endilega þá hrósið höfundinum.
Ræðið nú um þetta, en þessi regla stendur, ef þér líkar ekki við ljóðið slepptu því þá að skrifa eitthvað.
_______________________