að ég hlustaði á söng fuglana sem voru ekki til
sem gerðu sér hreiður í trénu sem var ekki þar
og horfðu glaðir til sólarinnar sem ekki skein.
Ég man að ég horfði út um gluggan
og horfði á mann týna flöskur
og fann fyrir þeirri undralega ánægju
þegar hann fékk örlitla ölmusu fyrir verkið
og ég fylltist hlýju þegar hann tók upp flöskuna mína,
þvílíkt góðverk sem ég vann.
Ég man þegar stelpurnar lýstu af fegurð
eins og fallandi foss í fyrstu birtu dagsins
og þegar þær hlógu að bröndurunum mínum
leið mér eins og uppistandara að fá hrós.
Ég man að mér leið svo vel
og hver nýr dagur var sem nýtt líf,
nýtt upphaf,
nýtt tækifæri,
en núna langar mig bara að dagurinn endi
því tækifærin eru horfin á brott.
Kíkið endilega á síðuna mína www.folk.is/nixey