Ástarsorg

Dauðinn kom og drakk mitt blóð,
dró að höfði mínu glóð.
Hjartað grét er hún brott fór;
hryggðin var mér sár og stór.
Einn ég sit og sýti þá
snót er burtu gekk mér frá.
Tár á kinn og kalið hjarta,
konan yfirgaf mig, bjarta.

Nú er tóm og næðir kalt,
nú er horfið ljósið allt,
nú er sorg og sálin grætur,
sjást ei lengur bjartar nætur.

Fastur í drunga, þrái að deyja,
Drottinn, hvar er nú sú meyja
er tók mitt hjarta og tók mitt líf?
Tók og drauma mína víf.

Ó að birtist aftur hér
ástin heit að fótum mér
og deyði bæði drunga og sorg
svo dafni hjarta í ástarborg.



Trabant (Vill ekki láta nafns míns getið)