Kveðja til Stou

með harmi þungum hans ég sakna
hatrið vaknar upp hjá mér
aldrei skal ég aftur vakna
ein í heimi döprum hér

gegnum tíðir gleðirýrar
get ég varla þraukað nú
hugsa um dauðan daprar skýrar
dofnar kjarkur von og trú

skrattan ég nú skelfist ekki
skal hann bara gleyma mér
og losa grimmdar hörðu hlekki
og heimsku af sjálfum sér





þetta var búið að koma sem svar en tókst svo vel að ég vil að þetta fái umferð sem grein - vonandi verður því sinnt

með fyrirfram þökk

johnson