Ég horfði á smáatriðin,
tók mynd af þeim,
ég dáðist af myndinni
og prentaði hana út
á hágæða ljósmyndapappír.

Ég hengdi myndina upp á vegg,
innrammaði hana í
forláta myndaramma.
Myndin hvarf,
ég skildi ekkert í því,
og hóf málaferli við ljósmyndapappírsfyrirtækið.

Ég vann,
en forstjórinn sagði
að ég væri allveg eins og myndin,
myndi hverfa
-eins og allt sem í heiminum er.

Því heimurinn er bara smáatriði á hágæða ljósmyndapappír.

Christiana