Á nóttunni lýsir hrævareldurinn
myrka sálu mína
og augu mín tárvotu
glóa á ný
Blástirndur er himininn
er ég geng um engi
fullt af tregafullum háðsorðum
um mína æru og trú
Náttfallið í hári mínu
verður þakið frostrósum
snjóhíman hylur mig
meðan ég berst við blindu snjósins
Á augnarbliki skýrist vitundin
kuldinn er horfinn
en hræðslan brennur eins og
eldur í brjósti mínu
Skyndilega blæs náttvakinn vindur
á hræðslueldinn
og doðinn heltekur mig
ég er ekki lengur hér.