hár þitt dansar um í vindinum
þú horfir upp, sólin gægist undir skýjasængina
sængina sem hylur þig…
Sólin hlær, skýin brosa og vindurinn kitlar þig
laufið dansar, vatnið fossar, þú horfir á mig
í lautinni, undir fjallinu, hvílir lítil hamingja
hún sefur, hana dreymir fallega, við erum í draumunum…
Hún vaknar aldrei, hún vill ei hverfa aftur til ljóta heimsins
heims þann sem útilokar hana frá sjálfum sér
heims þann sem dregur úr henni allan kraft
heims þann sem við flúðum úr
og settumst niður í lautina
og við höfum hljótt…
Hamingjan gæti vaknað…
…og ég vil ekki hverfa úr draumunum.
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.