Heyri hlátur, þýðan mjög
hljóðlega ég brosi.
varir þykkar, mjúkar mjög,
mjúkar líkt og mosi.
—–
Engill með augu tær
syndlaus og skær,
alveg er ég orðinn ær
hún færist mér fjær.
—–
Sitjandi á stól
vitstola af ást
biðjandi um hól
við vonbrigðin fást.
—–
Stúlkan ekki virtist sjá
villu síns vegar
bundin var, og barin já
barðist um þegar
ég henni sýndi synd sína,
starir nú eins og gína.
—–
Heyrist hlátur, mjúkur mjög
hendi er veifað
skyndilega heyrist hljóð
hendi er leifað