skríðandi, kroppandi, borðandi kornin í sálarakri þínum
grænt grasið, heiður himinninn, lognið liggur í loftinu.
Í herbergi litlu í dökku þorpi, hvílir deyjandi sálin mín
liggjandi, þurfandi, borðandi kornin úr sálarösku minni
tómt rúmið, þögult sjónvarpið, depurðin liggur í loftinu.
Í framtíð minni í einmanaleika, hvílir minning sár um þig
nagandi, særandi, drekkandi gleðina úr sálartetri mínu
dökk framtíð, daprir dagar, þú liggur ekki í rúminu…
og ekki hjá mér.
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.