Jæja ég ætla að biðja ykkur um álit, bæði á þessu ljóði og svo hvor útgáfuna ég ætti að nota. Ég samdi fyrri útgáfuna fyrst en datt svo hina í hug nokkrum dögum seinna, hvor útgáfan er fallegri?
Söngur
Úr æðum þínum
strengir liggja,
strengir sem líf þitt
eiga að tryggja.
Streyma tár
úr augum mínum,
en önnur dekkri
úr sárum þínum.
Í brjósti þínu
hjartað stynur,
hjarta sem slær
svo undir dynur.
Heyrist andardráttur
vitum þínum frá,
ljúfur þykir mér
söngurinn sá.
Líf þitt er
eitt ljúfasta tónverk
og lífsmörk þín
sem söngur til mín.
Ég bið þið að syngja
aðeins lengur,
minn elsku litli
deyjandi drengur.
útgáfa 2.:
Úr æðum þínum
strengir láu,
strengdir inn í
hendurnar smáu.
Streymdu tár
úr augum mínum,
en önnur dekkri
úr sárum þínum.
Í brjósti þínu
hjartað stundi,
taktinn sló
svo undir dundi.
Heyrðist andardráttur
vitum þínum frá,
ljúfur þótti mér
söngurinn sá.
Líf þitt var
eitt ljúfasta tónverk
og lífsmörk þín
sem söngur til mín.
Því gastu ekki sungið,
aðeins lengur
minn elsku litli
dáni drengur.