Ég er alltaf að bíða eftir að hér verði birtar greinar um ljóð. Þá meina ég hugleiðingar um skáldskap eða greinar UM ákveðin ljóð, skáld eða ljóðaform. Það virðist ekki koma mikið af því en því meira af frumsömdum misgóðum ljóðum eftir huganotkendur. Sem er svo sem gott og blessað, gaman að lesa ljóð eftir ung skáld þrátt fyrir að inn á milli sé algjör leirburður. Ég býst við að ég muni skrifa e-r stutta og ómerkilega grein fljótlega um skáld, en þangað til fáið þig að lesa þetta stutta og ómerkilega ljóð e.mig. Bara svona til að e-ð sé að lesa hér á þessaru umræðu. Þetta er hlutfallslega séð nafnalaust en vini mínum fannst fara því vel að heita “Ég er svo full(ur)” þó svo upphaflega hafi það alls ekki verið meining ljóðsins. En hvað sem því líður…
Mér finnst ég ekki lengur skilja neitt.
Dagur, nótt. Allt saman verður eitt.
Allt hringsnýst, vefst og flækist kringum mig
ég reika upp og niður villustig.
Og jafnvel þó ég þekki alla hér
í huganum ég týni sjálfri mér.
Og þar hafiði það.