ef þú verður tréð
ég skal komast lengra
en þú hefur séð
ég skal vaxa hærra
en lauf þín hafa náð
og vinna fleiri hildir
en þú hefur háð,
því allt sem þú gerir
þarf ég að gera betur
því ég
er sonur þinn.
Ef þú klífur kletta
skal ég klífa fjöll
og ef þú hús þitt byggir
mun ég reisa höll
og ef þú verður ríkur
vil ég eignast allt
helst allt í heimi
ef það er falt,
því allt sem þú gerir
þarf ég að gera betur
mikið betur,
því ég
er sonur þinn.
—–