Ég get ei sýnt þér hver ég er,
ég get ei tjáð þér ást.
Ég get ei grátið,
ég get ei séð,
ég get ei legið í faðmi þér.
Í söltum sjónum,
sál mín hvílir.
Lifir en þó ekki enn.
Grætur svörtum tárum niður,
niður vanga þinn.
Birtan horfin,
myrkrið hvílir,
lokar hurðum,
lokar vegum.
Ég get ei losnað,
ég get ei farið,
ég get ei beðið eftir þér.
Tárin losna,
augun lokast,
hví að bíða eftir þér.
Í svörtum sjónum synda tárin,
tár iðrana,
tár sorga,
tár hefnda.
Ég get ei grátið,
ég get ei séð,
ég get ei legið í faðmi þér.

spotta/01