með brotna stöng
slitið girni
deigan öngul
og lélega beitu
held ég til veiða
um hverja helgi
á fjölfarnasta veiðisvæðinu
í miðborginni

hef orðið var við nokkur nört
náð að fanga nokkra titti
en er þó aldrei ánægður
með fenginn



segi alltaf gömlu söguna
um skemmtilegu tökuna
gullfallegu bleikjuna
fiðringinn í hjartanu
og vonbrigðin
þegar hún slapp úr háfnum



-Daníel Pardus-
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.