Ég hef verið að dunda mér stundum að semja ljóð og hef sent eitthvað hér inn áður, ákvað að senda aftur eitt sem ég var að semja:
(ath. það er ekki byggt á eigin reynslu)
Vonir
Óskir sterkar en hljóðar
Vonir stórar en tómar
óp sem enginn heyrir
og grátur sem ætíð ómar.
Vonir fyrir næsta dag
Óskir blendnar trega
Ósk og ég von ber í brjósti,
að þú leyfir mér að vera.
Von um frið næstu ár
að ekki verði fleiri tár,
því sár þín eru dýpri
en nokkurt dýpsta líkamssár.
Vonir fyrir næsta dag
Óskir blendnar trega
fylla heimsins stærstu bók
fulla af harm og efa.
Efa því þú árum saman
þóttist sína blíðu
í staðinn fylltiru þessa bók,
sorg á hverja síðu.
Vonir fyrir næsta dag
Óskir blendnar trega
Ósk og von ég ber í brjósti,
að þú leyfir mér að vera.
Von um frið næstu ár
að ekki verði fleiri tár
bið þig ekki að særa sál
sem aðeins hefur lifað nokkur ár.
Vonir fyrir næstu nótt
og bæn sem enginn svarar
ósk um að fá að sofa rótt
þar til aftur dagar.
Vonir þess sem ætíð grætur
eilífar langar, dimmar nætur,
eru bænir til þeirra
er særa sínar litlu dætur.