líkt og fyrsta skref alheimsins,
en hún steig samt út.
Farin út að leika
með hinum krökkunum,
íklædd felulitum
hvunndagsins.
Brosir þegar þau brosa
og áhyggjulaus hlátur hennar
þreytir frumraun sína
fyrir óafvitandi áheyrendur.
Sést ekki lengur á sínum vanalega stað
í glugganum,
hálffalin bakvið gardínu.
Ekki í dag, allavega.
There is no sin but stupidity. (Oscar Wilde)