Ég samdi þetta ljóð um daginn, í mikilli reiði! Varð bara að henda þessu hingað inná…


Það eru ekki margir
sem þekkja þinn innri mann.
Og margir dýrka þig og dá
Ef þau vissu,
já, ef þau bara vissu
mundu dýrka þig þá?

Þú ert best er það ekki?
Það frétti ég!!
En hjá hverjum?
jú, auðvitað hjá þér!

England eftir 6 daga
Ertu ósátt við að ég komi með?
Talaðu þá við mig!
Ekki hvísla bara eins og einhver smástelpa!

Í alvörunni þú ert svo þroskuð!
eða það frétti ég!
En hjá hverjum?
Jú, auðvitað hjá þér!

Líf þitt er flókið
en hverjum er það að kenna?
mér, fólki útí bæ?
kannski mömmu þinni?
NEI!!! Engum nema þér!

Þess má geta
að ég er ekki að tala illa um þig!
Ég er bara að tala um þinn frábæra..!
Já, þinn frábæra persónuleika!!

Ég nefni ekkert nafn,
taki til sín sem á!