Þetta er eitthvað sem ég skrifaði fyrir þónokkrum árum og rakst núna á fyrir tilviljun. Mig langaði soldið að fá álit á þetta, þó mér finnist þetta núna óttarlegur leirburður. Ég hef ekki sent inn nein ljóð hér áður svo plís ekki skjóta mig alveg niður í duft :þ Samt sem áður er hreinskilin gagnrýni vel þegin, samt eitthvað annað en röfl um þunglyndiskjaftæði. Eins og ég sagði, mörg ár síðan þetta var skrifað.
Takk fyrir mig.
Tár mín
Sjáðu tár mín!
Þau renna hratt frá rótum sálar minnar.
Hugur minn er líkt og gler,
- kaldur og harður -
- brothættur og viðkvæmur -
Hjarta mitt er brostið,
því það er svo einfalt að sjá í gegnum lífið,
- svo auðvelt að skilja við þetta allt.
Andi mannsins er svo tæpur,
svo auðvelt að slökkva hann,
- líkt og blásið sé á kerti.
Sjáðu tár mín!
Þau streyma hraðar en tár himinsins.
Þú skildir mig aldrei.
Þú gerðir þér aldrei grein fyrir huga mínum,
því þú vissir aldrei hver ég var.
Það er allt svo auðvelt núna.
Ég hef einskis að sakna
svo ég get auðveldlega slitið bönd mín.
Sjáðu tár mín!
Þau renna niður hnífsblaðið
og falla niður á gólfið.
Sjáðu tár mín!
Þau eru vegna þín,
-eins og svo oft áður-
en þau falla ekki frá augum mínum í þetta skiptið,
né hrynja þau frá hvörmum mínum,
heldur koma þau beint frá rótum hjarta míns,
- þykk og rauð -
- heit og svalandi -
Ég mun ekki gráta vegna þín oftar.