Ástarljóð

Á kvöldin þegar aðrir kærleik hljóta,

kysi ég að búa í faðmi þér,

allrar þinnar ástarblíðu njóta,

og alls hins besta er gefa vildir mér.


Eins og sólin sendir geisla hlýja,

af svefni vekur jarðarblómin smá,

Ástin þín mig aftur gerir nýja,

endurreist er fallin lífsins þrá.


Stundum meðan straumar tímans renna,

stend ég hljóð og hugsa um vininn minn.

Þegar lífsins logar allir brenna,

læðist ég, í draumi til þín inn.


Þá er dýrð að dvelja í faðmi þínum,

drekka bikar sælu af vörum þér,

það eyðir öllum angurstundum mínum,

aftur lifir Guð í sjálfum sé