ÉG SKAL EYÐA YKKUR ÖLLUM!!!

sagði brjálaði götusóparinn á meðan ljósastaurarnir leystust upp

svona hlutir gerast þegar mannsheilinn verður að stofuskrauti geðlæknisins

hann safnaði saman dufti ljósastauranna og hélt sína leið

þá lagðist broddgöltur á öxl hans og byrjaði að narta í hægra eyrað á honum

þegar hann var kominn í gegn sá hann sólina handan hafsins og fann hjá sér löngun til að teikna fallega myndbirtingu alheimssannleikans

Það er enginn sem lítur á mig með virðingu

sagði broddgölturinn, blóðugur um munninn, og hló

ég er minn eigin guð