Sumarið kom seint, til mín. Það kom um það leyti sem skólinn byrjaði. Þá gerðist það að lítið blóm blómstraði, litla blómið hefur ekki blómstrað mjög oft áður. Blómið var ég.

Það haustaði í hausnum á mér í gær. Ég fann rökkrið smjúga inn í víðlendur hugans og ryðja burt sumrinu úr sinni mér. Sumrinu mínu. Ég varð að skipta um umbúðir til að reyna að halda geislum sólarinnar föngnum, handa mér og vonandi þér. Í nýjum umbúðum reyndi ég að tjasla þeim gömlu saman því þessar nýju voru bara til láns. Í gömlum umbúðum flugu um hug minn myndir, myndir sem vildu koma saman og mynda heild fyrir þig.





Hvernig líst þér á leirburðinn?

Þú féllst fyrir mér
Svo féllstu aftur fyrir mér
Þú hélst aftur af mér og ég féll fyrir þér

Þú hrasaðir og féllst, þegar þú hljópst í burt frá mér
Þú hrasaðir og féllst, þegar þú hljópst í átt að mér
Ég hélt aftur af mér en ég féll fyrir þér

Já, straumur lífsins, leirinn ber
Hvernig líst þér á leirinn sem hann bar þér
Hann bar meðal annars mig

Í huga mínum geysar stormur haustlægðar
Í hjarta mínu skín sólin líkt og á sumardegi


theXion
8. október árið 2000