litli bær
og stelst til að eiga með þér
örlitla stund
einn
áður en allt fólkið
vaknar
af næturlöngum dvala.
Ég sé fellin tvö skima yfir
eins og tvær skessur
í leit að lífi
á milli lágreistra húsanna
en þau finna ekkert.
Heimaklettur heilsar frúnum
og fær á bakið
fyrstu geisla sólar
sem gægjast svo yfir axlir hans
og skoða forvitnir
inn um alla glugga.
Þau láta sér fátt um finnast
fellin tvö
er dagsbirtan dansar
upp hlíðarnar
og hnussa við
þegar einmana ský
læðist á milli þeirra
eins og lævís köttur.
Loksins lætur mannfólkið sjá sig
og hendist eitthvert,
í vinnunna
í skólann
í og úr
úr og inn
og gleymir stundum
að staldra aðeins við
og bjóða litla bæinn sinn
góðan dag.
—–