ég fann hérna á blaði nýlega ljóð sem ég samdi þegar ég var 12 ára - flest voru hrein hörmung en það er samt eitt sem mér fannst ágætlega fáránlegt hjá mér. Það hljómaði einhvern veginn svona:
Hérna situr afi minn,
og hliðina á honum amma.
Á móti situr frændi minn
kona hans og mamma.
Afi talar um liðna tíð,
amma prjónar húfu.
frændi talar um skipasmíð
en mamma um berjaþúfu.
jámm. Ekki merkilegt ljóð neitt. Ekki eins flott og flest öll önnur ljóð hérna. en mig langaði að setja það hérna - eins og sést með berjaþúfuna þarna í restina var ég greinilega ekki að finna neitt sem rímaði við húfu. en jæja það skiptir ekki máli :P
njótið bullsins bara :)