Með sár á sál og höndum,
svíf upp grýttann vegg.
Þín tár sem tál á söndum,
til víðáttunnar hegg.
Þú hreyfir ei þinn anda,
þó vitir enn af mínum.
Ei leyfir þú minn landa,
að liggja á barmi þínum.
Nú lokin nálgast óðum,
nem brátt nýjar slóðir.
Við hokin, bálkast hlóðum,
heitelskuð ástarmóðir.