Einsog lítill kolakrani,
kíkir uppúr vöggu sinni.
Leifturaugu og lítill rani
límandi allt á spjöld í minni.
Svipmynd eftir svipmynd tekur,
svona er mannsins vitund unnin:
Allt sem gleði og ótta vekur
ætlar hann að leggja í grunninn,
sem mun vernda, sem mun skýra
seinna í lífsins kalda vosi.
Til að hjálpa, til að stýra
trana ég mér fram og brosi.