Í ryðguðu bárujárni,
bjó maður að nafni Árni.
Um daginn hvarf hann sporlaust,
það var um síðla haust.

Skildi dyrnar eftir opnar,
svo ekkert húsið vopnar.
Allt bramlað og brotið,
myglað og rotið.

Þrepin skökk,
flögnuð lökk.
Veggfóður rifið,
ekkert heyrist klukkutifið.

Dældað teppi og blautt,
eitt sinn var það rautt.
Nú er það bara bleikt
og í gardínum var kveikt.

Nú fara þangað rónar,
sem ekkert eiga skjól.
Siggar,Pallar og Jónar,
sem sækja þar sín ból.