Ég ákvað að taka ljóð sem ég hafði sent inná ljóðakeppni á tibes, laga það til og senda það hingað.

Þetta er frekar hálfgerð smásaga, svo að hafið gaman af:)

—————————————————
“Stormur”

“Partur I: Stormur í aðsigi.”

Gegnum hættur miklar, og brostnar vonir
þá lít ég í augu fjandmans míns.


“Partur II: Stormur.”

Í kuldanum kól mín sál, (sem myrkvast angurskýjum)
og þá kviknar í brjósti mér hjartabál…

Ég mun smella á þig kossi dauðans…

Hatur.

Læt hann finna til sársaukans, sem hvílir í mér.
í gegnum gömul ör sannleikans, hann finnur í sér.
Aldrei mána eða sól fáum séð,
aldrei framar; við deyjum hér.
Öskur úr fjarska, vopnaður her…

hvergi er óspillt grund.

Við köld fjöll, við berjumst, við drepumst
Við, erkienglar dauðans,
Við með vængi stormsins…
Með vopnin grimm, og stálin stinn
Stormum útá völlinn, hlöðum vopnin.


“Partur III: Í auga stormsins.”

Sólstafir, skína yfir okkar eigin grafir.

Sólin dreifir ljósinu um grasivaxnar grundir.
svo það glitrar á döggina,

Í skjóli hárra fjalla, hvíslar lækjarniðurinn tæri sögur sínar,
niður bergvatnsfossin, tindrandi í sólarljósinu.

Gegn um limprúðann skóginn (ung, hvítklædd, stúlka, á tánum) grösin á grafarbökkum blóðrauð.
Himininn hefur grátið nóg. (myrk ský í fjarska, þó.)

Orður stjarnana príða eldhugana föllnu.

Og hvert sem við förum
þá hittumst við á förnum vegum,
og gleðjust yfir endurfundum. (Því sár okkar eru gróin.)

Far vel stormur
Ég mun taka því sem þú kemur með.


“Partur IV: Stormur”

Minningar-glæður slokkna í regninu,
við stormguðsins eilífu orku…

—————————————————

[Ç]
With the aid of sophisticated computer technology
and a bottle of Coke….