Varúð þetta er ófulllkomið, en ég er búin að semja lag með þetta líka :) kannski þetta verði frægt eikkerntímann ;)
Sveif
Ég sveif yfir hæðina
Ég sveif yfir hólinn
Ég sveif yfir bryggjuna
Og svo loks yfir sjóinn
Sveif í arma þína
Hélt ég mundi hverfa
Inn í djúpan draum
Synti í kossum
Hélt ég myndi drukkna
En í raun varð til víma
Sæluvíma
Ég sveif yfir hæðina
Ég sveif yfir hólinn
Ég sveif yfir bryggjuna
Og svo loks yfir sjóinn
Sveif í arma þína
Hélt ég mundi hverfa
Inn í þinn heim
Sat varla kyrr
Og varð óróleg
Gagnvart þér
Ég sveif yfir hæðina
Ég sveif yfir hólinn
Ég sveif yfir bryggjuna
Og svo loks yfir sjóinn
Þú hentir mér frá þér
Ég var ónýtt rusl
Stigið og trappað,
Brotið og bramlað,
Endurnýtt
Ég var aldrei sama manneskjan
Ég var aldrei svona hörð
Ég hafði aldrei fundi fyrir sorg
Ég sveif yfir hæðina
Ég sveif yfir hólinn
Ég sveif yfir bryggjuna
Og svo loks yfir sjóinn
Féll svo loksins niður
Var aldrei viðbjargað
Ég flaut í sæluvímu
Sveif í huga mér
Áttaði mig svo á
Að ekki var allt með felldu
ég lá þarna í grúfu
hreyfði hvorki legg né haus
sæluvíman hvarf
sæluvíman var horfin
ég sagði aldrei neitt
ég sagði aldrei orð
ég gat ekkert gert
hvorki hreyft mig
né fært
Ég sveif yfir hæðina
Ég sveif yfir hólinn
Ég sveif yfir bryggjuna
Og svo loks yfir sjóinn
Ég féll þar niður
Lá í grúfu
Gat mig hvergi hreyft
Allt vegna þess
Að fiktið varð stórt
Forvitin fann ég mína réttu leið
Sæluvíma
Bæði nótt sem dag
Alltaf á einhverju
Helvítis flippi
Mætti halda að ég væri á sýrutrippi
Ég sveif, en var hömluð af vindi
Ég sveif, en var hömluð af sjó
Ég sveif, en öðlast nú aldrei sálarró
Christiana