Austan við fjöll og firði

rennur fljótið þar sem sólin rís,

við ár og bakka

þar sem blómin dafna

og grasið bærist í kyrrðinni hægt.


Þar leikur leikur loftið við fjöru og stein

“Og fegrar ljúfa lækinn sinn”.


Í austrinu fagra

þaðan sem geislarnir skína

liggur fegurðin um sveitina bjarta.


Þar dvelur kyrrðin í rósemis dvala

og geymir fegurð ósnortinna haga.


Í austrinu er fegurðin

Sem blóstrar gleði í mínu hjarta.


———————————–
Ég er alltaf að grafa eitthvað upp úr skúffuni síðan í grunnskóla og fann ég eitt lítið ljóð sem hlýjaði mér svolítið.
Svona meira innihald heldur en sleip lesning og stuðlun.