Óðurinn til sveppsins
Ég sé hér marga sveppi
rauða, bláa og smáa
sem koma hérna hlaupandi
og læðast mér við hlið.
Þeir segja mér ljótar sögur
um feita kalla í stuttbuxum
sem kunna enn ljótari sögur
um feitari kalla í stuttbuxum.
Svo förum við að Fljúga
í gegnum frystinn minn
og skyldi ég ekki ljúga
þó ég sæi þar eina kind.
Þá tala ég við kindina
og gef henni lítinn svepp
en hún gefur mér rjómaost
og kannski littla kartöflu!
Nú er ég kominn í sófann minn
og læt mér fátt um finnast,
eldsvoðann sem kindin kveikti
í gardínunum mínum.
Ég er hættur að geta andað
útaf þessari reykja kóf
og læt mig svífa í sælan heim,
meðvitundarleysis.
Núna svíf ég yfir kistu einni
og sé mömmu gráta
hún er að syrgja soninn sinn,
soninn sinn látna.