Ég var að blaða í gömlum bókum sem ég á og rakst á hefti af ljóðum sem ég skrifaði um það leyti sem ég var í ellefuárabekk. Mér þylir soltið vænt um þau en ég kemst ekki hjá því að hugsa hvað ég var óskaplega öðruvísi þegar kom að þegar ég var yngri en mér fannst gaman að dunda mér við þetta ein og oftar en ekki var niðurstaðan eitthvað dapurt eða jafnvel óskiljanlegt og skrítið kannski miðað við ellfu ára stúlku, veit ekki.
Alla vega, mig langaði að setja hér inn eitt lítið af þessum sem ég rakst á, bara svona í gamni.
Ég ýminda mér það að þetta hafi átt að vera einhversskonar óður til fósturjarðar en ég botna ekki meira í mér.
Það eru engir ljóðstafir eða slíkt í því enda fannst mér lang best að koma bara hugsununum á blað í fallegu formi. Þó svo að þetta beri kannski ekki þess merki.
Ó tímí, ó vor glatt vor
mín fagra fósturjörð
ei tími hverfur
en þú ert horfin undir moldartorf
Þitt nafn er mín saga
og fyrst þú ert horfin
þá hverf ég líka.