Líf,
þessi ókunna manneskja,
alltaf stendur hún álengdar
við tilveru mína
og allir segja mér að faðma hana,
stundum geri ég það
með heilum huga
en oftast
með hiki í hjarta.
—–