Stöndum hlið við hlið, reynum að halda hópinn
Þetta er nýtt upphaf……… ekki endirinn
Sama hvert við endum mun ég standa þér við hlið
Paradís, helvíti.. mér er sama hvort það er
Viltu koma með þótt það sé ekki neitt sem ég get lofað þér?
Skal halda í hönd þín og leiða þig í gegnum allt
Komast á áfangastað því ég veit alveg að við getum það
Skal fara fyrst og stökktu svo á eftir mér
Þetta er fyrir bestu, okkur báðum líður ekki vel
Gætum lent útaf brautinni, best að hafa beltin spennt
En sama hvað skeður verður ást okkar ætíð brennimerkt
Ódauðleg, endalaus…. Svo reynum að halda áfram
Komum okkur á rétta braut, það kemur fátt annað til mála
Drekkum úr kaleiknum með eitur í staðinn fyrir vín
En áttum okkur samt á því að ástin er bara vitfyrring
Segðu já.. sýndu allavega einhver jákvæð viðbrögð
Hafna þessu tækifæri? Ekki gera slík mistook
Því það eina sem skiptir máli er við tvö.. og framhaldið
Þetta er bara draumur, viltu ekki frekar vera vakandi?
Við fáum svörin við þeim spurningum sem ófáir hafa spurt
Hvað er þetta eftirlíf sem fólkið er að tala um?
Sé að þú ert að farast úr spenningi þótt þú reynir að fela það
Ég skal fara á undan, við hittum handan veggjanna
Já, bara ef þú vissir hve mikil prísund lífið er
Höfum átt svo erfiða tíma, gleymum því sem liðið er
Hvaða máli skiptir það þegar við höfum hvort annað og vellíðan?
Sem er ekki hægt að finna uppá bás með fastann verðmiða
Komdu með, ég bið þig, skiljum alla hina eftir
Erum í hjarta hvors annars svo hvaða máli skiptir restin
Getum kannað heiminn og það sem við höfum ekki tjékkað á
Svo tökum með þá hluti sem við getum ekki ferðast án
Við þurfum engann leiðarvísi, bara fylgjum eðlishvötinni
Eða þeim sem hafa orðið á undan okkur í röðinni
Höfum engann tilgang á jörðinni, nema lifa þessu skítalífi
Reynum að fara beinann veg en forum bara í vítahringi
Förum við upp eða niður eða fæðumst við á ný?
Alveg sama hvað það er þá fer ég ekki án þín
Förum við upp eða niður eða fæðumst við á ný?
Alveg sama hvað það er þá fer ég ekki án þín
“enginn veit hvað hann hefur átt fyrr en það er glatað