Veggfóðrið flaggnar af vegg mínum svarta,
vakandi, liggjandi í rúminu kalda.
Efins um lífið, efins um tilgang.
Ef ég gæti nú aðeins fengið á þér að halda.
Barnið sem hvarf frá barnsungum föður,
berst nú með vindinum, brosið þess skæra.
Minningar myndast í höfði mér ávallt.
Hvenær næ ég loks svefninum væra ?